Tvenns konar fyrirtæki eiga viðskipti á markaðnum:
Framleiðendur raforku. Stærstu framleiðendurnir eru Landsvirkjun, Orka náttúrunnar og HS Orka en auk þess eru nokkur fyrirtæki sem eiga smærri virkjanir.
Sölufyrirtæki sem kaupa raforku miklu magni í heildsölu og selja í smásölu til heimila og fyrirtækja.
Flutningsfyrirtæki raforku, Landsneti, býðst einnig að eiga viðskipti á raforkumarkaði Vonarskarðs.
Þátttakendur verða að hafa leyfi frá Orkustofnun til að stunda raforkuviðskipti. Auk þess þurfa þeir samning við Landsnet um jöfnunarábyrgð til þess að geta afhent og tekið á móti rafmagni.
Vonarskarð rukkar þátttakendur um mánaðarlegt þátttökugjald. Nánari upplýsingar um forsendur fyrir útreikningi gjaldsins er að finna hér: Um markaðinn.
Nei, enginn stórnotandi er þátttakandi. Stórnotendur gera að jafnaði langtíma samninga við framleiðendur um rafmagnskaup.
Nei, raforkukaup heimila eru of lítil til að þau fari fram á raforkumarkaði Vonarskarðs.
Sem stendur er enginn bændavirkjun þátttakandi á raforkumarkaðnum. Ekkert vindorkuver er starfandi hérlendis.
Orkustofnun hefur eftirlit með því að raforkumarkaðurinn starfi í samræmi við ákvæði 18. gr. a. raforkulaga nr. 65/2003. Allir þátttakendur á raforkumarkaðnum þurfa leyfi frá og lúta eftirliti Orkustofnunar.