16. júlí 2025 - Landsnet er aðili að raforkumarkaði Vonarskarðs og hefur heimild til að taka þátt í öllum söluferlum á markaðnum. Fyrirtækið hefur nú tilkynnt að fyrirtækið hyggist taka þátt í söluferli mánaðarblokka sem fer fram 22. júlí.
Greiðsluskilmálar Landsnets eru óbreyttir frá fyrri útboðum fyrirtækisins á flutningstöpum. Þeir eru eftirfarandi:
- Ef heildarfjárhæð samnings er hærri en eigið fé seljanda skal hann leggja fram óskilyrta bankaábyrgð fyrir þeim viðskiptum sem eru umfram eigið fé hans. Fjárhæð ábyrgðarinnar er 1.000.000 kr. fyrir hvert MW og er hún reiknuð hlutfallslega. Dæmi: Bjóðandi selur Landsneti Landsnet 4,56 MW. Kostnaður við 4 MW í samningi er jafn eigin fé seljanda og þarf hann því að leggja fram tryggingu fyrir 0,56 MW og er þá fjárhæð tryggingar 560 þús. kr.
- Seljendur skulu leggja fram sölutryggingu eigi síðar en í lok 3 dags eftir að hennar er óskað. Sölutryggingu skal skila með tölvupósti á teitur@landsnet.is.
- Landsnet mun innheimta sölutrygginguna komi til vanefnda samnings af hendi bjóðandi.